The Serial Image
Monotype workshop with Robynn Smith

This two-day workshop will explore the way in which monotype techniques can be used to create related images resulting in a united series of works. These images can be narrative or abstract, tell a story or create a mood, reference the natural world or explore the world of the mind. Absolutely anything works as a reference point to begin a series.
Through the use of ghost printing, offsets, multiple drops, trace monotype, chine colle, sandwiching of plates on the press and other experimental monotype techniques, participants will create many prints that can then be collaged, stitched or framed together in a variety of ways, creating a complex visual feast of related imagery.
This workshop is designed for all levels of printmaking experience. Nontoxic, high quality water washable inks will be used.
Where: Icelandic Printmaking Association, Íslensk Grafik, Tryggvagata 17, 101, 101 Reykjavík, Iceland.
When: Saturday and Sunday 5 & 6 July.
Time: 10:00-16:00
Cost: 50.000ISK includes materials except paper. Paper will be available for purchase.
Register through Signup : https://signup.com/go/KmoBzaU
Robynn Smith is an internationally exhibiting artist from California. She has vast teaching experience and has a special connection to Iceland, where she has been visiting regularly since 2011. Robynn is the founder of Print Day in May, an annual, global celebration of printmaking and creativity. Please visit Robynn’s websites at www.robynnsmith.com and www.printdayinmay.com
Gelþrykks námskeið – Laugardaginn 17. maí 2025

Gelþrykks námskeið verður haldið á verkstæði Grafíksfélagsins þann 17. maí 2025.
Kennari: Jóhanna Sveinsdóttir.
Á námskeiðinu verða gerð einþrykk af gelplötum með akríllitum. Þátttakendur gera eigin prufur og öðlast tilfinningu fyrir efni og aðferðum. Fyrst verða gerð einföld þrykk þar sem notuð verða form, stenslar og efni sem gefur áferð. Síðan verður kennt hvernig hægt er að nota, myndir úr tímaritum, ljósrit og teikningar.
Innifalið efni: Akríllitir, pappír og fleira sem til þarf. Afnot af gelplötum og völsum. Þátttakendur koma með eigin pensla 2-3 stk.
Nánari upplýsingar verða sendar þátttakendum. Hámarksfjöldi er 8 og lágmarksfjöldi 3. Ef ekki er næg þátttaka verður endurgreitt að fullu.
Verð er 35.000 kr. Greiða þarf 10.000 við skráningu og 25.000 fyrir 10. maí. Skráning á: josveins@gmail.com
Tímasetning: Laugardaginn 17. maí 2025 kl. 9:30-16:30
Listamannaspjall – Emilia Telese í samtali við Ásdísi Spano Fimmtudagur, 27. febrúar, kl.17:00 https://facebook.com/events/s/listamannaspjall-emilia-telese/1754472752001086/
Opnun í Grafíksalnum föstudaginn 14. febrúar kl 17-19. Öll hjartanlega velkomin.

Listamaður Grafíkvina 2025 Helgi Þorgils Friðjónsson

Safnanótt verður föstudaginn 7. febrúar og verður þá opið í Grafíksalnum kl 18:00-21:00, en einnig verður opið laugardag og sunnudag kl 14:00-17:00.
Listamaður ársins 2025 er Helgi Þorgils Friðjónsson
“Spegill”
Stærð myndarinnar er 18,0 x 23 cm, stærð pappír 21,0 x 29,7 cm í 70 eintökum.
Tækni er dúkrista.
“Skýjafar fjærst eins og kyrrt ljósflökt að kvöldi eða að morgni. Sjóndeildarhringur þverlína yfir myndflötinn og honum fylgt eftir með löngum djúpum þveröldum, eða meira eins og sjórinn andi stórum löngum djúpum andardrætti og renni saman við hugmynd um tíbránna. Þegar framar dregur í myndflötinn breytist sjórinn í létt leikandi öldur og öldugjálfur og grípur í sig skýjaflöktið. Svo steinvölur á strönd.
Vængirnir endurtaka form aldanna og efniskennd skýjanna og fljúga eins og ljósið og hár sundmannsins fylgir langljóslínum djúpaldanna og blekkingu tíbrárinnar. Nefið fylgir öldunum líka eftir og hverfur í tíbránna og langlínurnar sem gera einskonar spé spegilmynd og styður þannig sjónhverfinguna. Maríuerla speglar sjálfa sig og er með gogg í gogg og er nálægðin og fjarlægðin. Skuggi sundmannsins er þverlínur á heildarmyndina. Sundmaðurinn fer eitthvað. Vængjamaðurinn er draumur. Maríuerlan veltir fyrir sér hvort spegilmyndin sé hún sjálf.” HÞF
Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur árið 1953. Hann stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, De Vrije Academie í Haag Hollandi og við Jan Van Eyck Academie í Maastricht Hollandi. Helgi Þorgils er einn af okkar þekktustu listamönnum, hann hefur bæði kennt myndlist ásamt því að vera virkur í stjórnar og nefndarstörfum í listheiminum.
Hann hefur haldið fjöldann allan af einkasýningum og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Verk eftir Helga Þorgils eru m.a. í eigu Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Listasafni Háskóla Íslands, í fjölda listasafna í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar.
Verða verk Helga Þorgils til sýnis á Safnanótt og um þá helgi, 7.-9. febrúar í sal félagsins, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Þá verða Grafíkvinamyndirnar einnig kynntar eins og verið hefur. Safnanóttin sjálf verður föstudaginn 7. febrúar og verður þá opið í Grafíksalnum kl 18:00-21:00, en einnig verður opið laugardag og sunnudag kl 14:00-17:00. Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Davíðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og fl.
Tilboð fyrir Grafíkvini, “Innrammarinn” á Rauðarástíg er með 20% afslátt á innrömmun á Grafíkvinamynd.
Grafíkvinir eru mikilvægur bakhjarl félagsins.
Öll velkomin! Ókeypis aðgangur!
Intaglio Workshop / Námskeið í þurrnál og ætingu
Helgarnámskeið í silkiprentun

Helgarnámskeið í silkiprentun
Helgarnámskeið í silkiprentun
Dagsetning: 25 – 26 janúar 2025
Tími: kl 10 – 16
Verð 48.000 kr.
Kennari: Atli Bender
Staðsetning: Íslensk Grafík, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Hámarksfjöldi: 4
Á námskeiðinu munu nemendur læra undirstöðu atriði í silkiprentun, undirbúningur ramma, blöndun lita og prentun á pappír eða textíl efni.
Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið í hvaða möguleikar eru í boði í silkiprenti, hvernig myndefni er hægt að gera, aðstoð við að fullvinna prentið og undirbúa ramma.
Í síðari hluta námskeiðsins eru myndirnar prentaðar á það efni sem nemendur velja og möguleiki á að gera tilraunir með mismunandi efni.
Innifaliðí námskeiðsgjaldi: Allt efni og litir til að undirbúa og prenta silkiprentmyndir (hámarksstærði A4 eða A3). Það verður pappír á staðnum en ef nemendur vilja prenta á eitthvað sérstakt efni koma þeir með það sjálfir.
Hægt er að skrá sig á
Silk screen printing workshop
Date & time : 25 – 26 of January from 10 – 16 o’clock
Teacher: Atli Bender
Place: The Icelandic Printmakers Association / Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
Max: 4 persons
At this workshop, students will learn basic methods of silk screen printing, all preparation, for example, how to make fames, mixing colours and print on papers or fabric etc.
In the first part of the course, we will go through which options are available on silkscreen printing, how to make images, and prepare frames for your works.
In the second part, students will print on their images on papers and try any other material such as fabrics.
Included in the price:
All materials for preparation and printing (maximum size A4 or A3) are provided except special materials such as fabrics etc if students want to use them.
You can sign up here
Haustnámskeið 2024 – Printmaking courses autumn 2024

Islensk Grafik Printmaking Production Residency
1 Month Self-Directed Production Printmaking Residency in Iceland
3. October 2024.
Íslensk Grafík , The Association of Icelandic Printmakers, Reykjavik, Iceland
Islensk Grafik – SÍM Collaborative Programme
DEADLINE FOR APPLICATIONS: 15. August 2024
What’s Included:
- Artists’ accommodation in Reykjavík
- Events and networking programme
- Shared, staffed printmaking studio with large facilities
Printmaking Facilities:
- 2 x large intaglio presses (1m roll) and 2 x small intaglio
presses - 2 x large relief presses
- Extra-large cyanotype exposure unit
- Darkroom
- Large screenprinting facilities
- Dedicated water vats for large paper
- 3 sinks
- Large guillotine for bookmaking
- Kitchen area
- Large paper racks
- Tools
- Lockers
For the first time, Íslensk Grafík, the Association of Icelandic Printmakers, the longest-running artists’ association in Iceland, is offering a self-directed printmaking production residency programme for artists with an interest in printmaking.
What does the programme offer?
The Islensk Grafík/SÍM collaborative residency programme is an international self-directed artist-in -residence program in Reykjavik, Iceland.
It is a unique opportunity for professional artists working with printmaking to develop new work in Iceland and be part of an international programme at Islensk Grafik, the Association of Icelandic Printmakers, in partnership with the residency programme at SÍM, the Association of Icelandic Artists.
The main objective of the residency is to provide the opportunity for international artists to take part in the Icelandic art scene, thereby creating a broader context within which local and international artists can experience their own work.
The residency seeks to promote an environment of reflection, research, study, and play by providing artists with a working environment that supports the artistic process.
Artists can stay for a period of one to three months and are accepted based on their project proposal and work examples. A bachelor’s degree in fine arts or similar qualifications is required. The residency programme includes two public events: artist talk and open studios. Additional events like solo exhibitions at SÍM Gallery, educational workshops, mentoring sessions or collaboration projects with local organisations can also be organized at an additional cost.
The programme provides the opportunity to work at the large, central printing studio in Reykavik at Íslensk Grafík, the oldest association of artists in Iceland, offering professional, large scale intaglio and relief presses and cyanotype facilities. The programme includes structured networking, two mentoring sessions, a single room in a shared artists’ accommodation, studio time in a large managed studio, visits and a final exhibition and presentation for resident artists.
When:
August/September/October/. Artists can choose to be in residence for one or more full months, however, please note it is not possible to split the months into smaller periods.
Where:
Reykjavik, Iceland
What’s included?
- A single room accommodation in Reykjavik
- Shared studio space with large printmaking equipment
- Guest artists and curators talks and discussions
- Opportunity to share and showcase work-in-progress
- Promotion of your work via our social media
- 24 hour access to large scale professional printing facilities
- inclusion in the SÍM/Islensk Grafík residency programme of
events - Induction to the printmaking studio
- Staff at hand for any technical issues
Participation Fee & Financial Assistance:
Visiting artists pay a residency fee of €2000 per month. This meets the minimum cost of running the residency programme.
The fee includes all of the above.
For further information, email islenskgrafik@gmail.com with the title “IG Residency”



Erum að taka á móti umsóknum um aðild fram að 13.maí 2024.
We are accepting applications for membership until May 13th 2024.
https://islenskgrafik.is/about/ipa-members/


Erum að taka á móti umsóknum um aðild fram að 29. maí 2023
Inntökuskilyrði – https://islenskgrafik.is/about/ipa-members/
Farið er yfir allar umsóknir á aðalfundi félagsins sem verður 30. maí 2023 sendið póst á islenskgrafik@gmail.com
We are accepting applications for membership until May 29th 2023
Membership Application– https://islenskgrafik.is/about/ipa-members/
Every application is reviewed once a year at the annual general meeting, May 30, 2023.
To apply, please send the above information and application before May 30th: islenskgrafik@gmail.com
Reykjavík Art Book Fair 2023
30.mars – 2.apríl 2023

Íslensk grafík tók þátt í hátíðinni í portinu, en félagsmönnum bauðst að kynna og selja bókverk sín ásamt því að kynnast fullt af áhugaverðu fólki.
Soffía Sæmundsdóttir og Emilia von Telese stóðu vaktina ásamt því að Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður, bauð í listamannaspjall á verkstæði íslenskrar grafíkur.
Jólakveðja/ Christmas greetings


Íslensk grafík kynnir starfsemi sína á
Torg Listamessunni 2022
Grafíklist innlend og erlend til sölu. Verið velkomin á bás #6
Upplýsingar um Torg Listamessa hér.


Íslensk grafík afhendir RKÍ söfnunarfé til styrktar flóttamönnum
Í gær afhentu stjórnarmeðlimir Íslenskrar grafíkur ágóða af sölusýningu félagsins sem haldin var í lok maí sl. til styrktar flóttamönnum frá Úkraínu.
Ferlið bakvið þessar 20/20 sýningar er að þeir sem tekið hafa þátt unnu grafíkverk í 25 eintökum í stærðinni 20×20 og þar blandast verkin inn í möppur með öðrum 20/20 listamönnum frá öðrum grafíkverkstæðum um allan heim.
Verkin hafa verið til sýnis víðsvegar um heiminn en á þessari sýningu gafst áhugasömum tækifæri til þess að líta listaverkin augum og kaupa. Íslensku grafíklistamennirnir tóku höndum saman og ákváðu að gefa verk úr sinni möppu og láta ágóðann renna til félagsins og til flóttamanna Úkraínu .

Ókeypis bókaverksmiðja fyrir alla fjölskylduna! Sunnudaginn 3. júlí kl. 14 – 16
Fyrirlestur Sigurðar Atla Sigurðssonar um bókverk

Fyrirlestur Sigurðar Atla Sigurðssonar um bókverk fimmtudaginn 30. júní kl 17.00 í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Gengið inn hafnarmegin.
Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður heldur fyrirlestur um bókverk í tengslum við sýninguna Sigla binda í sal Íslenskrar grafíkur. Sigurður kemur til með að fjalla um rannsóknarverkefni sitt á bókverkum íslenskra myndlistarmanna við Listaháskóla Íslands. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Aðalheiði L. Guðmundsdóttur og nemendur í meistaranámi við LHÍ. Einnig kemur Sigurður til með að fjalla um eigin útgáfu á bókverkum í gegnum Prent & vini og þær aðferðir sem þau styðjast við.
SOLANDER 250 – Bréf frá Íslandi
Morgunblaðið 14.júní 2022







