1. gr.
Félagið heitir ÍSLENSK GRAFÍK skammstafað ÍG.
Á ensku heitir það ICELANDIC PRINTMAKERS ASSOCIATION, skammstafað IPA.
2. gr.
Hlutverk félagsins er:
• að vera hagsmunafélag grafíklistamanna.
• að stuðla að framgangi grafíklistar á Íslandi.
• að gangast fyrir samsýningum félagsmanna.
• að kynna erlenda grafík á Íslandi, svo og íslenska grafík á erlendum vettvangi.
3. gr.
Til að hafa rétt til inngöngu í Íslenska Grafík þarf umsækjandi að hafa lokið háskólaprófi í myndlist frá viðurkenndum listaháskóla eða hafa aðra sambærilega menntun samkvæmt yfirlýsingu viðkomandi skóla.
Að öðrum kosti þarf umsækjandi að uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum.
• Hafa aðra menntun í myndlist (t.d. nám á framhaldsskólastigi, námskeið, einkatíma eða annað) staðfest með yfirlýsingu viðkomandi kennara/skóla.
• Hafa haldið eina eða fleiri einkasýningar í viðurkenndum sýningarstöðum. Staðfesting fylgi.
• Hafa tekið þátt í alþjóðlegri sýningu, samsýningu styrktri af opinberum aðilum eða ekki færri en fimm samsýningum öðrum. Staðfesting fylgi.
• Hafa verið falið af dómnefnd, að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi. Staðfesting fylgi.
• Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viðkomandi safnráði eða matsnefnd. Staðfesting fylgi.
• Hafa hlotið opinberan styrk eða starfslaun. Staðfesting fylgi.
Umsókn um aðild að ÍG er tekin fyrir á aðalfundi einu sinni á ári.
Stjórn félagsins fjallar um umsóknir sem skulu vera vandaðar og kynnir nýja félagsmenn með rafrænu formi.
Sætti umsækjandi sig ekki við niðurstöðu matsaðila getur hann vísað málinu til næsta aðalfundar og ræður þar einfaldur meirihluti atkvæða.
4. gr.
Stjórn félagsins skipa þrír félagsmenn, formaður, ritari og gjaldkeri ásamt 2 meðstjórnendum. Skulu þeir kosnir til á aðalfundi til 2 ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Formaður skal ekki sitja lengur í stjórn en í 5 ár. Ef sitjandi formaður er reiðubúinn að gefa kost á sér áfram og að ekkert mótframboð berist fyrir aðalfund þá sé hann rétt kjörinn.
• Sýningarnefnd skipa 3 félagsmenn og einn varamaður og skulu þeir kosnir á aðalfundi til 1 árs í senn.
• Verkstæðisnefnd félagsins skipa þrír félagsmenn og skulu þeir kosnir á aðalfundi til 1 árs í senn.
• Stjórn félagsins er heimilt að skipa í nefndir og ákveðin störf til að annast verkefni eftir þörfum.
Nefndir félagsins skila skýrslu á aðalfundi ár hvert.
5. gr.
Aðalfund skal halda að vori. Fundurinn skal boðaður skriflega með tveggja vikna fyrirvara. Fundurinn er lögmætur ef 10 félagsmenn mæta. Félagsfundi skal halda þegar stjórnin telur þess þörf eða þegar þriðjungur félagsmanna óskar þess. Félagsfundi skal boða með minnst þriggja daga fyrirvara. Formaður kallar saman stjórnarfundi þegar honum þykir þurfa eða einhver í stjórninni óskar þess, ekki færri en tvo fundi á ári. Endurskoðun á reikningum félagsins skal vera í höndum löggilts endurskoðanda.
6. gr.
Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi eða á framhaldsaðalfundi, sem stjórnin getur kvatt saman, þyki henni nauðsyn bera til, enda sé lagabreyting í skriflegu fundarboði. Til þess að samþykkja lagabreytingu þarf löglega fundarsókn (þ.e. 10 fél.) og sé meirihluti fundarmanna samþykkur breytingunni, telst hún samþykkt.
7. gr.
Aðalfundur ákveður árgjald félagsins.
Allir félagsmenn skulu greiða félagsgjöld að heiðursfélögum undanskildum. Þeir sem skulda félagsgjöld í eitt ár, falla eftir ítrekun út af félagatali. En borgi þeir eftir það munu þeir verða samþykktir sem félagar á ný. Vilji félagsmenn koma aftur í félagið sækja þeir um á ný eftir formlegum leiðum.
(English)
Article 1
The Association is called in english The Icelandic Printmakers Association or IPA
Article 2
The role of the association is:
• To be an organized association for members
• To encourage the progress of printmaking in Iceland
• To organize combined exhibitions for members
• To introduce international printmaking to Iceland and Icelandic printmaking abroad
Article 3
To be eligible for admission to Íslenska Grafík, the applicant must have completed a university degree in visual arts from a recognized art university or have other comparable qualifications according to the statement of the relevant school.
Otherwise, the applicant must meet four of the conditions below.
• Have other education in visual arts (e.g. studies at secondary school level, courses, private lessons or other) confirmed by a statement from the relevant teacher/school.
• Have held one or more solo exhibitions in approved exhibition venues. Confirmation attached.
• Have participated in an international exhibition, a group exhibition sponsored by public bodies or no less than five other group exhibitions. Confirmation attached.
• Have been tasked by a jury to work on art decoration in public spaces. Confirmation attached.
• Have at least one work in public ownership, purchased by the relevant museum council or assessment committee. Confirmation attached.
• Have received a public grant or salary. Confirmation attached.
Application for membership in ÍG is considered at the general meeting once a year.
The board discusses applications that must be thorough and introduces new members electronically.
If the applicant does not agree with the evaluator’s decision, he can refer the matter to the next general meeting, where a simple majority of votes will decide.
Article 4
The board consists of three members, a chairman, a secretary and a treasurer, together with 2 co-directors. They shall be elected at the general meeting for a period of 2 years. The board divides the work. The chairman shall not serve on the board for more than 5 years. If the incumbent chairman is willing to continue and there is no candidate before the general meeting, then he is duly elected.
• Exhibition committee consists of 3 members and one deputy and they must be elected at the general meeting for 1 year at a time.
• The workshop committee consists of three members and they must be elected at the general meeting for 1 year at a time.
• The board of directors is authorized to appoint committees and specific jobs to handle projects as needed.
The committees submit a yearly report at the annual general meeting.
Article 5
The general meeting shall be held in the spring. The meeting must be advertised two weeks in advance. The meeting is legal if 10 members attend. Membership meetings shall be held when the board deems it necessary or when a third of the members so request. Association meetings must be called at least three days in advance. The chairman convenes board meetings when he deems it necessary or someone on the board requests it, no fewer than two meetings a year. Auditing of the company’s accounts shall be carried out by a certified auditor.
Article 6
The association’s bylaws may only be changed at a general meeting or at a follow-up general meeting, which the board of directors can convene, if it deems it necessary, provided that the change of law is in an advertised meeting notice. In order to approve a change in the law, a legal meeting attendance (i.e. 10 members) is required, and if the majority of attendees agree to the change, it is considered approved.
Article 7
The general meeting decides the association’s annual fee.
All members must pay membership fees, with the exception of honorary members. Those who owe membership fees for one year will be dropped from the membership list after repetition except if they pay after that, they will be accepted as members again. If members want to return, they apply again through formal channels.
